Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Leikararnir Ebba Katrín Finnsdóttir og unnusti hennar Oddur Júlíusson eiga það sameiginlegt að hafa bæði útskrifast af leiklistadeild LHÍ og skotist hratt upp á stjörnuhimininn í kjölfarið á því. Oddur útskrifaðist árið 2013 og hefur síðan þá verið fastráðinn í Þjóðleikhúsinu samhliða því að hann hefur komið fram í þáttum og kvikmyndum á meðan Ebba útskrifaðist árið 2018. Hún tók þá eitt leikár Borgarleikhúsinu áður en hún færði sig yfir í Þjóðleikhúsið veturinn 2019 og hefur hún verið síðan þá í hverju stóra hlutverkinu á fætur öðru en lék hún til að mynda Júlíu í Rómeó og Júlíu sem var í sýningu allt síðasta haust og sló rækilega í gegn. Ebba og Oddur kynntust eins og gefur að skilja í Þjóðleikhúsinu en á þeim tíma sem þau voru að kynnast starfaði Ebba sem “dresser” samhliða leiklistanáminu og hafði ekki mikinn frítíma til þess að byrja að deita þegar Oddur gerði sig líklegan til þess.  Það var því mikil þrautganga sem fylgdi í kjölfarið á fyrsta stefnumótinu en segja þau frá því í þættinum að Oddur hafi verið ansi lunkinn að lesa í merkin og tók þolinmæðina alla leið sem skilaði heldur betur sínu. Í þættinum ræddum við um heima og geima og sögðu þau mér meðal annars skemmtilega sögu af því hvernig þetta byrjaði allt saman hjá þeim,  fyrsta deitið þeirra á stigasleða í slagveðri og hvernig 14. febrúar, sjálfur Valentínusardagurinn, varð “óvart” sambandsafmælið þeirra. Þá ræddum við leiklistina og conceptið að vera í sama bransa og vinna á sama vinnustað og makinn sinn, gagnrýni, fatapokana hennar Ebbu, matarboð og útilegur, bónorðið í Flatey síðasta sumar og deildu þau með mér frábærri sögu af ferðalagi þeirra í Mink Camper sem átti að verða rómantískt og ævintýralegt en fór ekki alveg eins og það átti að fara þó það hafi nú blessunarlega endað vel. Njótið vel!Þessi þáttur er í boðiAha.is -  https://aha.isBlush.is -     https://blush.is/Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/

#42 - Ebba Katrín & Oddur JúlHlustað

02. feb 2022