Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Það er seint hægt að segja um listamanninn Snæbjörn Ragnarsson að hann sitji auðum höndum en hann er ekki einungis meðlimur þungarokks- hljómsveitarinnar Skálmaldar og Ljótu hálvitanna heldur starfar hann einnig á auglýsingastofu og heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Snæbjörn Talar við Fólk.  Snæbjörn kynntist sínum betri helmingi, Agnesi Grímsdóttur, á fjölum leikhúsanna en hún var þá einungis 15 ára gömul og Snæbjörn þrettán árum eldri svo það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar að þau fóru að stinga saman nefjum. Agnes er snyrti-og förðunarfræðingur að mennt og hefur starfað meðal annars sem sminka í Þjóðleikhúsinu og snyrtifræðingur í Madison Ilmhús ásamt því að vera móðir tveggja barna þeirra Snæbjörns sem er hlutverk sem hún kann sig einstaklega vel í. Þau segja skemmtilega frá því í þættinum að Agnesi hafði dreymt Snæbjörn og giftinguna þeirra í vörubíl á Húsavík stuttu áður en leiðir þeirra lágu saman á ný, Agnes þá orðin 18 ára gömul. Sá draumur rættist heldur betur en giftu þau sig eftirminnilega árið 2020 í miðjum heimsfaraldri, að vísu ekki í Vörubíl, en þau brunuðu norður og létu gefa sig saman í Hörgárdal umkringd sínu nánasta fólki. Í þessum einlæga og skemmtilega spjalli fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars Skálmaldar ævintýrið og hvernig þungarokkshljómsveit frá Íslandi náði upp þeim gríðarlegu vinsældum sem þeir náðu, vinskapinn,  barneignir, og tókum einlæga umræðu um foreldrahlutverkið, grímuverðlaun og eurovision þáttökuna hér um árið og sögðu þau mér góðar sögur úr þeirra sambandstíð, þar á meðal eina úr fyrsta jólaboðinu þeirra saman þar sem fámáll afi Agnesar varpaði ansi fleygum og ógleymanlegum orðum í eyru Snæbjörns. Njótið vel!Aha.is -  https://aha.isBlush.is -     https://blush.is/Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/Ajax

#38 - Snæbjörn & AgnesHlustað

05. jan 2022