Leikarinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi landslagsarkitektúrnum Heiðu Aðalsteinsdóttlur.Guðmundur eða Gummi eins og hann er oftast kallaður hefur komið víða við á sviði leiklistarinnar en var hann um langt skeið leikhússtjóri Tjarnabíós. Hann hefur undanfarið verið áberandi bæði hérlendis sem og erlendis í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en er hann þessa dagana að leika í sínum öðrum tölvuleik en fór hann með stórt hlutverk í tölvuleiknum Assassin's creed.Heiða er landslagsarkitekt að mennt en er hún þessa dagana að sinna stefnumótandi stjórnun og umsjón með skipulagi og umhverfismati á starfssvæðum Carbfix, en eru þau að gera virkilega áhugaverða hluti sem hún fór aðeins í í þættinum.Gummi og Heiða kynntust fyrst þegar Gummi var að kenna á leiklistarnámskeiði í sveitinni þar sem hann er uppalin, en hafði Heiða skráð sig á námskeiðið í ákveðnu hugsunarleysi. Þegar hún mætti í fyrsta tíman sá hún svo Gumma og heillaðist alveg um leið. Gummi hafði nýverið hætt í erfiðu sambandi og var því ekki að leita að ástinni en var eitthvað við Heiðu sem dró hann inn og hafa þau verið saman allt frá þeirra fyrsta stefnumóti og eru í dag gift með tvo stráka.Í þættinum ræddum við meðal annars um leiklistina og hvernig það er að leika í tölvuleik, áhugann á íslenskri náttúru, ADHD sem þau glíma bæði við, erfiða leið þeirra við að eignast sitt annað barn, rómantíkina, tilfinningar, húmorinn og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð meðal annars þegar Heiða fór mannavillt á ansi skrautlegann hátt.Þátturinn er í boði:RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/Dominos - https://www.dominos.is/Smitten - https://smittendating.com/Augað - https://www.augad.is/