Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Tónlistarmaðurinn Einar Stefánsson og dansarinn og leiklistarneminn Sólbjört Sigurðardóttir eru viðmælendur Betri helmingsins þessa vikuna. Einar hefur gert garðinn frægann sem gimpið í hljómsveitinni Höturum sem kepptu eftirminnilega í Eurovision árið 2019 og vöktu þeir gríðarlega athygli og ekki síst Einar í sínu hlutverki innan hljómsveitarinnar. Einar er einnig einn þriggja meðlima í hljómsveitinni Vök en á daginn sér hann um markaðsmál fyrir Íslenska Dansflokkinn.Sólbjört er menntaður dansari og hefur hún dansað í ófáum sýningum en var hún einmitt einn dansara í atriði Hatara og hefur hún ferðast víða um Evrópu með þeim. Þessa stundina er hún að dansa í sýningunni Níu líf í borgarleikhúsinu á sama tíma og hún stundar nám í leiklist við Listaháskóla Íslands.Einar og Sólbjört vissu fyrst af hvert öðru í gegnum frænku Einars en var hún með Sólbjörtu í dansnámi í Listaháskólanum, þau voru þó bæði á föstu á þeim tíma og var það því ekki fyrr en nokkru síðar að þau fóru að slá sér upp, en þá hittust þau á skemmtistaðnum Húrra og náði Einar að plata hana með sér heim, eins og hann orðaði það sjálfur, og hafa þau verið saman allar götur síðan og eru í dag trúlofuð og eiga saman eina dóttur.Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina, dansinn og leiklistina, bónorðssöguna, fjölskyldulífið í lista bransanum, Eurovision ævintýri Hatara og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Einar kynnti Sólbjörtu fyrir foreldrum sínum á ansi frumlegann hátt.Þátturinn er í boði:Bestseller.is - https://bestseller.is/ Dominos  -  https://www.dominos.is/Smitten  - https://smittendating.com/

#80 - Einar Stef & SólbjörtHlustað

02. nóv 2022