Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Í þessum þætti átti ég virkilega skemmtilegt og áhugavert spjall við leikaraparið Arnmund Ernst og Elleni Margréti Bæhrenz. Arnmundur útskrifaðist frá leikarabraut LHÍ árið 2013 og hefur síðan þá leikið í hinum ýmsu verkum á fjölum leikhúsanna, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum hérlendis á sama tíma og hann er einnig farinn að láta ljós sitt skína á erlendri grundu. Ellen er margt til lista lagt  en hún útskrifaðist af leikarabraut LHÍ  síðasta vor en hún hefur verið dansari alla tíð og starfaði til að mynda í Íslenska Dansflokknum á árunum 2012-2016 áður en hún ákvað að demba sér út í leiklistina.  Það kom því ekki sérstaklega á óvart þegar þau sögðu mér hvernig þau kynntust en það var einmitt á göngum Borgarleikhússins og segja þau frá sögunni af því í þættinum þegar Arnmundur tók upp tólið og sló á þráðinn til Ellenar í fyrsta sinn. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og eiga þau í dag saman fjögurra ára son og er mikið líf og fjör þar á bæ.  Í þættinum ræddum við um allt milli himins og jarðar, þar á meðal heilsu, hreyfingu & tengslin milli þess andlega og líkamlega, leiklistina hérlendis og erlendis, hugrekki, Venjulegt fólk, brösulega ferð þeirra til Spánar og sögðu þau mér geggjaðar sögur af óvenjulegum athöfnum Arnmundar í svefni. Njótið vel!Þessi þáttur er í boðiAha.is -  https://aha.isBlush.is -     https://blush.is/Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/

#41 - Arnmundur Ernst & Ellen MargrétHlustað

26. jan 2022