Fótbolta og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson eða Gummi Tóta eins og hann er betur þekktur mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum Betri helmingi verkfræðingnum Guðbjörgu Ósk Einarsdóttur.Gummi hefur verið atvinnumaður í fótbolta undanfarin tíu ár og hefur spilað víða á sínum ferli og meðal annars unnið titla með liði sínu New York City en spilar hann í dag í Grikklandi. Ásamt því að vera fótboltamaður er Gummi einnig áberandi í popp menningu Íslands en hefur hann samið hvern slagarann á fætur öðrum og fáir íslendingar sem ekki geta tekið undir lagið hans Sumargleðin.Guðbjörg er Njarðvíkingur í húð og hár og eins og margir sem koma þaðan er körfubolti stór hluti af hennar uppvaxtarárum, hún sagði þó skilið við körfuna og er hún í dag í fjarnámi í Verkefnastjórnun eftir að hafa klárað viðskiptaverkfræði.Gummi og Guðbjörg kynntust eins og margir í nútíma samfélagi í gegnum samfélagsmiðla en það náði þó aldrei neitt langt fyrsta árið. Ári síðar hittust þau á tómum Keflarvíkurflugvelli í Covid hámarki sem hlaut bara að vera einhver að segja þeim að þau ættu að gera eitthvað meira úr þessu og hafa þau verið saman allar götur síðan og eiga í dag saman eina litla stelpu.Í þættinum ræddum við meðal annars um lífið í fótboltanum, hvernig það er að búa í Grikklandi, hvernig það er fyrir Guðbjörgu að koma sér inn í lífið á Krít, rómantíkina, húmorinn og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Guðbjörg var illa á sig komin á Brooklyn bridge.Þátturinn er í boði:Góu - http://www.goa.is/RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/Dominos - https://www.dominos.is/Smitten - https://smittendating.com/