Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Í þessum þætti átti ég virkilega gott spjall við söngvarann og tónlistarmanninn Hreim Örn Heimisson og hans betri helming, Þorbjörgu Sif Þorsteinsdóttur.Hreimur hefur lengi verið einn ástsælasti tónlistarmaður landsins en hóf hann ferilinn með hljómsveitinni Landi og sonum árið 1997 en þegar fyrsti slagarinn þeirra "Vöðvastæltur" kom út fóru hjólin heldur betur að snúast hjá þeim og urðu þeir fljótt ein vinsælasta hljómsveit landsins. Í dag, 25 árum síðar, er Hreimur enn í fullu fjöri í músíkinni en rekur hann samhliða því heildsöluna Hr. Jón þar sem hann flytur inn hinar ýmsu vörur allt frá rakvélum uppí grill. Þorbjörg starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og er heldur betur glöð að vera komin aftur á fullt í háloftin eftir flug-lægðina sem kom í kjölfarið á heimsfaraldrinum. Hreimur og Þorbjörg eiga sér langa og afar áhugaverða sögu en þau hafa þekkst nánast allt sitt líf, komandi bæði frá litlu samfélagi utan af landi þar sem þau byrjuðu ung að sýna hvert öðru áhuga, nánar tiltekið þegar Hreimur var 17 ára og Þorbjörg aðeins 14 ára gömul. Það tók þau þó nokkurn tíma að ákveða að vera par en tala þau um í þættinum að árið 2000 sé árið sem þau tóku þá ákvörðun að þau skyldu vera saman. Hreimur og Þorbjörg giftu sig síðan árið 2007 með pompi og prakt og eiga saman þrjú börn og einn covid hund. Í þættinum ræddum við meðal annars sveitaböllin og poppbransann, fjölskyldulífið, sveitabrúðkaupið mikla og ákvörðun Hreims að taka 18 holur á brúðkaupsdaginn, ferðalög,  Eurovision og deildu þau með mér mörgum skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal einni þar sem Þorbjörg logaði glatt á sveitaballi hjá Landi og sonum.Þessi þáttur er í boðiLaugar SpaAha.is -  https://aha.isBlush.is -     https://blush.is/Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/

#44 - Hreimur & ÞorbjörgHlustað

16. feb 2022