Þjálfarinn og heilsusérfræðingurinn Rafn Franklín Hrafnsson mætti til mín ásamt sínum betri helmingi, þjálfaranum og markaðsdrottningunni Kareni Ósk Gylfadóttur í mjög áhugavert og skemmtilegt spjall.Rafn var nánast alinn upp í innan veggja líkamsræktarinnar og hefur áhugi hans á hreyfingu og heilsu verið ríkjandi allt frá barnæsku en í dag er hann starfandi þjálfari, næringarráðgjafi og fyrirlesari ásamt því að halda úti hlaðvarpinu 360°heilsa og hefur hann einnig gefið út bókina Borðum betur.Karen er einnig þjálfari en kennir hún hóptíma í Hreyfingu ásamt því að stýra markaðsteymi Lyfju en var hún áður markaðsstjóri Nova.Saman halda þau úti námskeiðinu Heilsubyltingin í Hreyfingu sem fór af stað í byrjun janúar og komust færri að en vildu.Það kemur því kannski fæstum á óvart að þau hittust einmitt fyrst í Hreyfingu en var Rafn alltaf niðursokkin í bækur svo Karen spáði ekkert mikið í honum þá. Það var ekki fyrr en nokkru seinna á staffa djammi í Danmörku að hjólin fóru að snúast en sneru þau ansi hægt þar sem aldursmunurinn var eitthvað að trufla Kareni. Þegar hún hætti að láta það trufla sig gerðust hlutirnir þó hratt og örugglega og hafa verið saman síðan og eiga þau í dag tvö börn saman.Í þættinum ræddum við meðal annars um heilsuna og hvernig er best að viðhalda heilsusamlegum lífsstíl, íþrótta bakgrunninn, hreyfingu, rómantíkina, fjölskyldulífið og margt fleira, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar hrotur Rafns héldu vöku fyrir Kareni.Þátturinn er í boði:Bestseller.is - https://bestseller.is/Dominos - https://www.dominos.is/Smitten - https://smittendating.com/Augað - https://www.augad.is/