Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helming, Sveinbirni Enokssyni.Það eru komin ansi mörg ár síðan Guðrún Árný söng sig inní hug og hjörtu íslendinga en var hún til að mynda partur af Frostrósum sem voru ómissandi í kringum hátíðarnar á sínum tíma, en gaf hún einmitt nýverið út splunkunýtt jólalag sem heitir “Desember”.Sveinbjörn er bílamálari og bifreiðasmíðameistari en tók sér pásu frá því og er í dag rótarinn hennar Guðrúnar.Sveinbjörn sá Guðrúnu fyrst í fermingarveislu hjá frænku sinni þar sem hún var að sjálfsögðu mætt til þess að syngja og var hann ekki lengi að snúa sér að vini sínum og kalla “dips”. Þau rákust af og til á hvert annað enda bæði úr hafnarfirði og þekktu mikið af sama fólki en lét Sveinbjörn hana þó alveg vera enda Guðrún þá í öðri sambandi. Það var því ekki fyrr en tveimur árum síðar að þau fara að slá sér upp og voru hlutirnir fljótir að gerast í kjölfarið.Í dag eru þau gift og eiga saman þrjú börn.Í þættinum ræddum við meðal annars tónlistina og hæðir og lægðir sem þeim bransa fylgir, hvernig það er að vinna með makanum sínum, fjölskyldulífið, skemmtilega öðruvísi brúðkaup, rómantíkina og margt fleira, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar hlutverkaleikur þeirra fór aðeins lengra en þau ætluðu sér.Þátturinn er í boði:Gott gisk - https://www.gottgisk.is/Bestseller.is - https://bestseller.is/Dominos  -  https://www.dominos.is/Smitten  - https://smittendating.com/

#83 - Guðrún Árný & SveinbjörnHlustað

23. nóv 2022