Betri helmingurinn með Ása

Betri helmingurinn með Ása

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Haraldur Ari Stefánsson og hans betri helmingur fimleikadrottningin Kristjana Sæunn Ólafsdóttir mættu til mín stórskemmtilegt spjall.Haraldur fann ungur fyrir leiklistarbakteríunni enda alinn upp í leikhúsinu þó hann hafi byrjað sinn feril í sviðsljósinu sem slagverksleikari í hljómsveitinni Retro Stefson sem urðu gríðarlega vinsælir bæði hér heimafyrir og ekki síður í Evrópu. Leiklistin togaði þó alltaf í hann, og útskrifaðist hann sem leikari frá Central school of speech and drama árið 2015  og er hann í dag fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið og reglulegur gestur á skjám landsmanna og hefur verið í þáttum á borð við Kötlu og Ófærð. Kristjana Sæunn eða Sæa eins og hún er alltaf kölluð er nýbúin í fæðingarorlofi og vinnur nú í fjölskyldufyrirtækinu Heimili & hygmyndum en sér hún þar um rekstur ásamt móður sinni. Sæa á einnig magnaðan fimleikaferil að baki en vann hún til fjölda verðlauna í áhaldafimleikum og síðan marga titla með íslenska landsliðinu í hópfimleikum.Haraldur og Sæa hittust fyrst í flugi til Danmerkur þar sem Haraldur var að fara að spila með Retro Steffson en Sæa að keppa með lansliðinu þar í landi en fyrir algjöra tilviljun sátu þau svo hlið við hlið í fluginu. Það var þó ekki fyrr en nokkru síðar að leiðir þeirra lágu saman aftur við gerð tónlistarmyndbandsins Kimba en fóru hjólin að snúast hjá þeim fyrir alvöru eftir það. Í dag eiga þau saman eina dóttur og hafa í nógu að snúast.Í þættinum ræddum við allt milli himins og jarðar en fórum við meðal annars yfir námsárin þeirra í London, fimleikaferilinn, leiklistina, hljómsveita árin í Þýskalandi og deit-tímabilið milli landa ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar þau keyrðu full langa leið að Ísafirði.Bagel 'n' Co -   https://https://www.bagelnco.is/Dominos  -  https://www.dominos.is/Promennt  -  https://www.promennt.is/isBrynjuís - https://brynjuis.is/Augað - https://www.augad.is/

#70 Haraldur Ari & SæaHlustað

24. ágú 2022