— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Kvikmyndasérfræðingarnir Óli Bjarki og Máni Freyr eru miklir Evil Dead menn og Hafsteini fannst því upplagt að fá þá til sín og ræða þessa fimm mynda seríu. Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars hversu ódýr The Evil Dead var, hversu hræðilegt hárið á Bruce Campbell var í fyrstu myndinni, hvernig ungur Sam Raimi náði að gera svona kraftmikla mynd, hversu mikið Raimi var búinn að þroskast sem leikstjóri þegar hann gerði Evil Dead II, hversu áberandi það er að Evil Dead II var með betra handrit en fyrsta myndin og margt, margt fleira. Þátturinn er 96 mínútur. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is
Bíóblaður áskrift #29 - Evil Dead: Part I með Óla og Mána