Kvikmyndaáhugamennirnir Jökull Jónsson, Pétur Ragnhildarson og Hörður Ásbjörnsson kíktu til Hafsteins til að ræða eina merkilegustu slasher seríu allra tíma, Friday the 13th. Friday the 13th serían er auðvitað þekktust fyrir að hafa kynnt heiminum fyrir fjöldamorðingjanum Jason Voorhees og strákarnir kafa djúpt í þessa seríu og ræða allar tólf myndirnar. Í þessum fyrri hluta ræða þeir meðal annars fyrstu sex myndirnar í seríunni, hvernig kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna lét klippa margar af þessum myndum, hver er þeirra uppáhalds Friday mynd, hver er versta myndin, hversu vel heppnuð fyrsta myndin er sem ódýr hryllingsmynd, hvers vegna slasher myndir eru skemmtilegar og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.
#258 Friday the 13th: Part I með Jökli, Pétri og Hödda