— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Skúli Júlíusson er vinur Hafsteins og mikill kvikmyndaáhugamaður. Skúli kíkti til Hafsteins til að ræða sínar topp 10 kvikmyndir. Í þættinum ræða þeir meðal annars hvort Steven Seagal sé í alvörunni töff gaur, hversu sturluð Prisoners er, hvort Skúli eigi eftir að klára allar Succession seríurnar, Denzel Washington og hans frammistöðu í Training Day, ást Skúla á Reservoir Dogs, hversu mikið Skúli elskar The Shining og margt, margt fleira. Þátturinn er 103 mínútur. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is