Bíóblaður

Bíóblaður

— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Kvikmyndanördarnir Helgi, Haukur og Patrekur eru rosalegir Spider-Man aðdáendur og þeir kíktu til Hafsteins til að ræða þennan merkilega karakter. Í þessum þætti er einblínt á Tobey Maguire Spider-Man myndirnar en Hafsteinn stefnir á að gera sér þætti fyrir Andrew Garfield og Tom Holland.   Í þessum þætti ræða strákarnir meðal annars hversu gamall Tobey var þegar hann lék í fyrstu myndinni, hversu frábær Willem Dafoe er sem Green Goblin, hversu vel Spider-Man 2 sýnir hversu stressandi það væri að vera ofurhetja eins og Spider-Man, Alfred Molina og hans frammistöðu sem Doc Ock, hvernig Raimi hefði mögulega getað nýtt Kristen Dunst betur sem Mary Jane, hversu gölluð en skemmtileg Spider-Man 3 er, hvernig Topher Grace stóð sig sem Eddie Brock/Venom og margt, margt fleira.   Þátturinn er rétt tæpir 3 klukkutímar. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is

Bíóblaður áskrift #35 - Spider-Man með Helga, Hauki og PatrekiHlustað

22. sep 2023