Bíóblaður

Bíóblaður

Í tilefni þess að A Nightmare on Elm Street fagnar 40 ára afmæli í ár þá kíktu kvikmyndaáhugamennirnir Jökull Jónsson og Pétur Ragnhildarson til Hafsteins til að ræða þessa stórmerkilegu slasher seríu. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars allar Nightmare myndirnar, hversu frábær Freddy Krueger er sem karakter, hvort Dream Warriors sé besta Nightmare myndin, hvernig Wes Craven fékk hugmyndina að fyrstu myndinni, hversu öðruvísi New Nightmare var þegar hún kom út árið 1994, hvernig New Line Cinema tók séns árið 1984, hversu ömurleg endurgerðin frá 2010 var og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

#293 A Nightmare on Elm Street með Pétri og JökliHlustað

07. ágú 2024