Bíóblaður

Bíóblaður

Lovísa Lára er uppistandari, kvikmyndagerðarkona, hlaðvarpsstjórnandi og stofnandi hryllingsmyndahátíðarinnar, Frostbiter.   Lovísa er mikill hryllingsmyndaaðdáandi og Hafsteini fannst því upplagt að fá hana til sín í október og ræða alls konar hrylling við hana.   Í þættinum ræða þau meðal annars true crime podcöst, fjöldamorðingja og mannlegt eðli, heitustu hryllingsmynd ársins Talk to Me, af hverju hryllingsmyndir eru svona skemmtilegar, ást Lovísu á Evil Dead kvikmyndaseríunni, hversu átakanleg Martyrs er, hversu mikið Lovísa elskar Peter Jackson og hans eldri splatter myndir og margt, margt fleira.   Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

#259 Hryllingur með Lovísu LáruHlustað

18. okt 2023