Kári Trevor og Patrekur Thor eru ungir og spennandi kvikmyndagerðarmenn en strákarnir hafa í sameiningu gert nokkrar stuttmyndir og stefna á að gera kvikmynd í fullri lengd. Þeir kíktu til Hafsteins til að ræða Edgar Wright og hans myndir. Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir hinn svokallaða Cornetto þríleik en það eru myndirnar Shaun of the Dead, Hot Fuzz og The World’s End. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.