Bíóblaður

Bíóblaður

— (BROT ÚR ÁSKRIFTARÞÆTTI) — Kvikmyndasérfræðingurinn Máni Freyr kíkti til Hafsteins til að ræða einn ógeðslegasta morðingja kvikmyndasögunnar, mannætuna Hannibal Lecter.   Í þættinum ræða strákarnir meðal annars af hverju Lecter er svona áhugaverður karakter, muninn á myndunum og bókunum, hversu sturluð The Silence of the Lambs er, hversu mikið maður saknar Jodie Foster í Hannibal, hversu áhugaverður og ógeðslegur karakter Mason Verger er, hversu leiðinleg Hannibal Rising er, hvort Mads Mikkelsen sé besti Lecter-inn og margt, margt fleira.   Þátturinn er rétt tæpir 3 klukkutímar. Hægt er að horfa á hann eða hlusta í heild sinni með því að gerast áskrifandi á www.biobladur.is

Bíóblaður áskrift #38 - Hannibal Lecter með MánaHlustað

19. nóv 2023