Bíóblaður

Bíóblaður

Brynjólfur Guðmundsson lærði húsgagnasmíði og verkfræði áður en hann flutti út með fjölskylduna til Los Angeles til að láta drauminn rætast. Brynjólfur hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á kvikmyndum og í fyrra ákvað hann að sækja um nám við kvikmyndaskólann New York Film Academy. Brynjólfur lærir ýmislegt í skólanum en sérstök áhersla er lögð á handritagerð. Brynjólfur kíkti til Hafsteins og ræddi allt milli himins og jarðar. Í þættinum ræða þeir meðal annars námið hans Binna í L.A., mikilvægi þess að elta draumana, hversu stíf dagskráin er hjá honum yfir árið, Rocky og hversu mikill Stallone aðdáandi Binni er, hvort leikstjórar eigi að taka fleiri áhættur, hversu geggjuð Jackie Brown er, ferilinn hans Christopher Nolan og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

#274 Bíóspjall með Brynjólfi GuðmundsHlustað

07. feb 2024