Blanda – hlaðvarp Sögufélags

Blanda – hlaðvarp Sögufélags

Markús Þórhallsson ræðir við Pál Björnsson um bók hans, Ættarnöfn á Íslandi: Átök um þjóðararf og ímyndir sem nýlega kom út hjá Sögufélagi. Er það einstæður íslenskur þjóðararfur að kenna barn til föður eða móður eða íhaldssemi og fornaldardýrkun? Eru ættarnöfn erlend sníkjumenning sem grefur undan íslensku máli? Í bókinni er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi allt frá 19. öld og hvernig þær tengjast sögulegri þróun, svo sem myndun þéttbýlis, uppgangi þjóðernishreyfinga, hernámi Íslands og auknum áhrifum kvenna.

#16 Páll Björnsson um Ættarnöfn á ÍslandiHlustað

16. nóv 2021