Bókabræður - Bókaklúbbs hlaðvarp

Bókabræður - Bókaklúbbs hlaðvarp

Bókin Can't Hurt Me eftir David Goggins er bók sem hefur haft mikil áhrif á okkur þáttarstjórnendur. David Goggins er fyrrum Navy SEAL hermaður með ótrúlega afrekaskrá í mörgum af erfiðustu hlaupum heims, á heimsmet í upphífingum og er almennt líklega harðasti maður sem Guð hefur skapað. Bókin er æviágrip þar sem hann fer í gegnum allar þær ótrúlegu hindranir sem hann hefur þurft að yfirstíga, bæði mótlæti og líkamlegar áskoranir. Úr þessu hefur hann dregið lexíur sem hann miðlar í bókinni. Sérstakar þakkir til Sonik Tækni (www.sonik.is) sem útveguðu okkur upptökubúnað meðan öll önnur upptökuver voru lokuð. Sonik er tækjaleiga og ráðgjöf fyrir allt sem tengist hljóð og myndbúnaði.

#005 : Can't Hurt Me - David GogginsHlustað

29. maí 2020