Bókabræður - Bókaklúbbs hlaðvarp

Bókabræður - Bókaklúbbs hlaðvarp

The Black Swan er bók um handahófs lögmálið sem Nassim Taleb kryfur til mergjar. Hugmyndin er að óvæntir atburðir hafi meiri áhrif á líf okkar en við gerum ráð fyrir og er byggð á því að við höfum of mikla trú á svokallaðar staðreyndir. Í þættinum eru kenningar Taleb ræddar og tengdar við viðburði dagsins í dag. Hvað er svarti svanurinn og hvernig berum við kennsl á hann? Hvar eru hugsanavillur okkar? Hvaða blekking felst í tölfræði? Hvernig hefur meðaltalskúrvan (The Gaussian Curve) ruglað sýn okkar á heimssýn, stjórnmál, fjármálageirann og væntingar okkar til framtíðarinnar? Þátturinn er tekinn upp í Rabbrýminu sem er hljóðupptökuver Bókasafns Hafnarfjarðar.

#013 : The Black Swan - Nassim Nicholas TalebHlustað

07. jan 2021