Í bókinni Talking To Strangers veltir höfundurinn því fyrir sér hvers vegna við eigum það til að misskilja hvort annað í samskiptum okkar. Hvers vegna eigum við það til að trúa þeim sem eru óheiðarlegir? Hvað veldur því að við dæmum fólk ranglega? Stundum verða afleiðingar þess að við skiljum ekki ókunnuga, eða drögum rangar ályktanir, skelfilegar og að því er virðist ófyrirsjáanlegar. Malcom Gladwell tekur margar dæmisögur úr nútímanum tengt efni bókarinnar og varpar fram kenningum um samhengi umhverfis og aðstæðna (coupling). Þátturinn var tekinn upp í Rabbrýminu, Bókasafni Hafnarfjarðar.