Í nýjasta þætti Bókabræðra ræðum við bókina 12 Rules For Life: An Antidote to Chaos (12 Lífsreglur: Mótefni við glundroða) eftir klíníska sálfræðinginn og prófessorinn Jordan B. Peterson. Markmið Peterson með bókinni er að fræða lesandann um þau atriði sem hann telur hvað mikilvægust að hver manneskja viti, til þess að geta lifað ábyrgðarfullu og ánægjulegu lífi sem lágmarkar gremju, reiði og biturð út í annað hvort náungann, lífið sjálft eða jafnvel bæði. Hann leggur þessi atriði fram í 12 mismunandi reglum og dregur innblástur og rök fyrir þeim úr sálfræði, siðfræði, goðafræði, trú, hinum ýmsu sögum, öðrum bókmenntum, sínu eigin lífi og einnig starfi sínu sem klínískur sálfræðingur. Farið er um ansi víðan völl í bókinni, en Peterson tekst vel til að binda saman hinar ýmsu heimildir og sögur til þess að sýna fram á nytsemi reglna sinna, en það er okkar álit að allir geti fundið eitthvað fyrir sinn snúð í þessu riti. Hlustendur eru hvattir til að kynna sér betur efni frá Jordan Peterson á www.jordanpeterson.com Tekið upp í heimahúsi með Audio Technica AT2020 hljóðnemum sem fást í Origo.