Draugar fortíðar

Draugar fortíðar

Duperrault hjónin bjuggu í Wisconsin ásamt þremur börnum sínum. Þar er veturinn afar kaldur og þau hafði lengi dreymt um að fara í ferðalag á hlýjar slóðir á þeim tíma. Sumarið 1961 höfðu þau safnað fyrir draumaferðinni: Siglingu frá Florida til Bahamaeyja. Þau leigðu bát og fengu Julian Harvey til að stjórna fleyinu. Eiginkona Harvey kom einnig með og ætlaði að sjá um matreiðslu. Þetta átti að verða mikil skemmtiferð og var það framan af. Hins vegar breyttist hún í hreinræktaða martröð og hrylling. Hin 11 ára gamla Terry Jo Duperrault upplifði það að verða skyndilega munaðarleysingi og við tóku hræðilegir sólarhringar þar sem hún flaut alein langt úti á hafi, án vatns né matar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon Vefverslun Drauganna Tónlistin úr þáttunum Umræðuhópur Drauganna á Facebook

#133 Terry Jo DuperraultHlustað

01. mar 2023