Jón Pétur Zimsen er aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Í þessum þætti er rætt um nýlegar niðurstöður PISA sem sýna að 40% grunnskólabarna útskrifast án þess að geta lesið sér til gagns. Jón Pétur telur lausn vera fyrir hendi til þess að bæta þessa stöðu en kerfis- og hagsmunaöfl innan skólakerfisins ríghalda í eigin hagsmuni á kostnað barnanna. Þetta telur hann að muni koma til með að leiða til áframhaldandi þróun niður á við er varðar getu barna til þess að takast á við verkefni lífsins síðar meir. Sú þróun muni svo koma til með að hafa hræðilegar samfélagslegar afleiðingar.Til þess að styrkja þetta hlaðvarp má gerast áskrifandi á www.pardus.is/einpaeling
#274 Jón Pétur Zimsen - Hagsmunaöfl skólakerfisins í vörn eftir hörmulegar PISA niðurstöður