Einstæð

Einstæð

Í þættinum okkar í dag spjallaði ég við hana Margréti í gegnum Zoom. Margrét var rúmliggjandi sjúklingur sem hefur þurft á mörgum aðgerðum að halda síðustu ár. Þegar mörg áföll dynja yfir á stuttum tíma er auðvelt að liggja bara og vorkenna sjálfum sér og festast í hlutverki fórnarlambs. Eftir bakaðgerð tvö tók hún þá ákvörðun að segja upp hlutverki sjúklings og finna sér leið til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Hún hóf nám í Markþjálfun og þá fyrst tók líf hennar nýja og betri stefnu. Hún ræðir um veikindin, lærdóminn og Þakklætisdagbókina sem hún gaf út núna í haust. En þar sameinar hún það sem hefur reynst henni best þegar þarf að takast á við erfið verkefni í lífinu, þakklæti og að ögra sér stöðugt með því að fara út fyrir þægindarammann. Lykilsetningin hennar er “Draumar geta ræst ef þú bara trúir” Svo er 15% afsláttur fyrir hlustendur. Þeir geta pantað bæði í gegn um mitt instagram og eins í gegn um vefsíðu Hverablóms með codanum einstæð https://hverablom.is/product/thakklaetisdagbokin/ Instagram: @Marktjalfi

Þáttur 16. Margrét MarkþjálfiHlustað

08. feb 2023