EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Við köllum hann bara Mumma því okkur finnst hann svo skemmtilegur og við þekkjum hann pínulítið. Okkur finnst bæði fróðlegt og gaman að heyra hann segja frá sjálfum sér í samhengi við umhverfismál en einnig hvernig Ísland er að standa sig í stóru myndinni. Við tölum líka við stelpur á unglingsaldri sem unnu samkeppni með sögu um hann Kalla. Kalli er svolítill umhverfissóði, eins og mörg okkar án þess að gera sér grein fyrir því. Hann tekur sig á í daglegu lífi og litlu skrefin sem hann tekur í breyttum lífsstíl til þess að hugsa um umhverfið skipta sköpum en taka raunhverulega ekki mikið á Kalla. Sagan vakti athygli okkar og fengum við þessar hæfileikaríku stelpur til þess að koma og lesa söguna fyrir okkur segja okkur frá uppsprettu hennar.

EKKERT RUSL - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra og fyrrum umhverfisráðherra er skemmtilegur maður sem veit meira en flestir um umhverfismál og hlýða má á viðtal við stelpur úr Vogaskóla sem segja okkur frumsamda söguHlustað

24. maí 2022