EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Lena varð kaupsjúk eftir að hafa sett sjálfa sig í kaupstraff allt árið 2022. Hjól atvinnulífsins fundu heldur betur fyrir því þetta árið að Lena væri farin að strauja kreditkortið sitt. Nú hugar hún að því að fara aftur í það að hefta kaupagleðina 2024. Sjáum hvað setur en Margrét greinir frá því að hún notar árlega vel yfir 2000 bómullaskífur til þess að þrífa á sér andlitið kvölds og morgna. Lena segir að hún eigi að hætta þessu rugli og byrja að nota þvottapoka í staðinn. Þetta og margt fleira ræða þær í glænýjum haustþætti af EKKERT RUSL, sá fyrsti sem tekinn er upp í nýrri aðstöðu í Góða hirðinum. Þær Lena og Margrét keyptu sér notaðar hlaðvarps-upptökugræjur og eru búnar að koma sér vel fyrir í nýju og glæsilegu húsnæði Góða hirðisins. Í þennan fyrsta þátt eftir hlé kemur Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringafræðideild Háskóla Íslands og hann er með fullt af nytsamlegri fræðslu um matvæli og næringu bæði út frá lýðheilsusjónarmiðum en ekki síður umhverfisjónarmiðum. Lena og Margrét urðu til dæmis smá sjokkeraðar yfir því að heyra hvað keto matarræðið skilur eftir sig mikið kolefnaspor í samanburði við annað matarræði. Þátturinn er stútfullur af skemmtilegum fróðleik sem allir ættu að geta nýtt sér að einhverju leyti á leið sinni til betri heilsu og bættrar umgengni við móður jörð.

Ekkert rusl - Hvernig getum við nært okkur án þess að ganga um og of á móður jörð? Þessu svarar Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, í þessum nýjasta þætti. Hlustað

01. nóv 2023