EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Lena kaupir eldrauðan rafmagnsbíl og ætlar að greina frá sparnaði og lífsstílnum sem fylgir því að kaupa ekkert nýtt árið 2022. Vangaveltur um endurnýtanlega smokka koma upp. Margrét kaupir sér notaða úlpu á nytjamarkaði í Kaupmannahöfn og finnst að við öll ættum að líta í okkar eigið rusl og finna góða leið í endurnýtingu - hún leitar leiða til að bæta sig í umhverfisvernd. Þær stöllur eru nýkomnar úr skíðaferð frá Ítalíu en þær kolefnisreiknuðu flugið fyrir 4 farþega - 24 tré þarf að gróðursetja til þess að kolefnisjafna flugferðina fram og tilbaka.

EKKERT RUSL - Lena kaupir ekkert nýtt árið 2022Hlustað

10. feb 2022