EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Einar Bárðarson er landsmönnum kunnur fyrir æði margt og þá ekki síst fyrir að vera öflugur plokkar og auðvitað mikill poppari. Hann stýrir Votlendissjóði og hefur mikinn áhuga á því hvernig við getum bætt okkur sem land í kolefnisjöfnun. Hann segir að fyrirtæki séu í raun fljót út af markaðnum ef þau ætla sér ekki að huga að þessum málum hjá sér og taka þátt í að snúa þróuninni við. “Um 60% af heildar CO2 losun Íslendinga kemur frá framræstu landi, sem eru skurðir sem voru grafnir á sínum tíma,” segir Einar og útskýrir þetta vel og á mannamáli fyrir Margréti og Lenu. Þeir sem samþykkja að fá Votlendissjóð til þess að fylla upp í skurði á landinu sínu geta búið til fjárhagsleg verðmæti fyrir sig og sína til framtíðar að sögn Einars. Hann segist ekki vera með neinn loflagskvíða og fullyrðir að við séum að standa okkur betur í dag en t.d. fyrir 5 árum. Fólk sé að opna augun og sjá mikilvægi þess að breyta um kúrs.

EKKERT RUSL - Einar Bárðarson fræðir okkur um allskonar tengt kolefnisjöfnun, plokkun og flokkunHlustað

09. mar 2022