EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Kristín Laufey Guðjónsdóttir hefur áhugaverða sögu að segja frá árunum sem hún starfaði í Þýskalandi fyrir Adidas. Nú er hún komin heim og sér m.a. um sjálfbærnimál hjá 66°Norður. Hún segir að öll framleiðsla hafi áhrif á jörðina, gildi einu hvort þú kaupir jakka sem brotnar niður í náttúrunni því ef þú þarft að kaupa þér nýjan á hverju ári þá er það á vissan hátt eyðileggjandi fyrir náttúruna . Ofneysla, offramleiðsla, sóun og léleg ending plaga tískuiðnaðinn en "sjálfbærni er ekki bara bóla heldur raunverulegt markmið okkar hjá 66°Norður", segir Kristín Laufey í áhugaverðu spjalli við hana. Með henni er Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Pure North í Hveragerði. Hann er þrjóskur og útsjónasamur maður því honum var sagt að ekki væri mögulegt að endurvinna plast á Íslandi með arðbærum hætti. Fyrirtækið Pure North hefur afsannað það og endurvinnur nú plast þ.m.t. heyrúlluplastið af jörðum landsins sem fer í hringrásarkerfið og verður að girðingastaurum. Pure North sinnir einnig ráðgjöf til fyrirtækja og á samstarf við 66°Norður.

EKKERT RUSL - Kristín Laufey sem sér m.a. um sjálfbærnimál hjá 66°Norður og var áður hjá Adidas í Þýskalandi. Sigurður, stofnandi Pure North segir okkur frá endurvinnslu á plasti sem fyrirtækið sérhæfir sig. Pure North og 66°Norður eru í samstarfi. Hlustað

21. ágú 2022