María Hrund Marinósdóttir eigandi umboðsskrifstofunnar Móðurskipið kíkti í kaffi til mín og sagði mér frá því hvernig það er að starfa sem umboðsmaður á Íslandi. Við ræddum hinar ýmsu hliðar bransans og hvernig það væri að hætta í góðri vinnu með launaöryggi og stofna sitt eigið fyrirtæki. María er með háskólagráðu í stjórnmálafræði en er ekki viss um hvort að hún hefði farið þá leið í dag því hún vann sem markaðsstjóri fyrirtækja í 20 ár og núna sem umboðsmaður. María sagði mér frá ýmsum gildum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina, hvernig hún lærði að treysta innsæinu sínu og mörgu fleiru. María er sannkölluð kjarnakona sem var virkilega gaman að spjalla við!
IG: @mariahrund @modurskipid & @katavignis