Farðu úr bænum

Farðu úr bænum

Björk Óðinsdóttir crossfittari lenti í 2. sæti á EM, keppti á Heimsleikunum og er fyrrverandi landsliðskona í fimleikum. Hún kom til mín í einstaklega hreinskilið og skemmtilegt spjall. Hún sagði mér frá því þegar að hún fór í fóstureyðingu 17 ára gömul og því þegar að hún missti fóstur árið 2018. Þessu fylgdi mikil skömm og hvorki umhverfið á spítalanum né samfélaginu að hjálpa. Björk er jákvæð, opin og sannarlega með hugarfar atvinnumannsins.  Eitt enn... ætli Björk sé með mesta instagram fylgjendur af þeim sem búa á Akureyri? Mér vantar amk bara 98.000 manns til að ná henni, þetta kemur allt með kalda vatninu krakkar mínir.  Hlustið, njótið, subscribeið og deilið!   IG: @katavignis & @bjorkodins

#10 Björk Óðins - Fósturmissir og jákvætt hugarfarHlustað

27. apr 2021