Farðu úr bænum

Farðu úr bænum

Vilhjálmur B. Bragason betur þekktur sem Villi Vandræðaskáld, leikari og tónlistarmaður, kíkti í spjall til mín á Akureyri. Við fórum í gegnum hans fjölbreytta feril með stoppum hér og þar, leiklist, tónlist, handritsskrif, London og margt fleira kom þar við sögu. Hann sagði mér frá menntaskólaárum sínum þar sem hann naut þess að vera aðeins öðruvísi en flestir sem hann gerði til dæmis með því að mæta í frakka og með skjalatösku í skólann. Villi er einstaklega fyndinn og það er algjör lífsins lukka að fá að hlusta á hann segja frá. Njótið!   IG: @vilhjalmurbbragason & @katavignis

#24 Villi Vandræðaskáld - Drottinn minn leikhússalurinnHlustað

20. okt 2021