Farðu úr bænum

Farðu úr bænum

Matthías Már Magnússon tónlistarstjóri Rásar 2 bauð mér í kaffi til sín upp á Rúv þar sem að við settumst niður í stúdíói og tókum gott spjall. Hann sagði mér frá því hvernig námsmaður hann var og hvernig skólakerfið hentaði honum alls ekki. Samt sem áður þá tókst honum að næla sér í Meistaragráðu án þess að hafa tekið stúdentspróf eða BA gráðu. Matti var sendur í sveit til að vinna fyrst 6 ára gamall og sagði mér frá tímanum sínum þar og hvernig eitt sumarið borðaði hann kjötbollur í öll mál. Matti er nú vanur því að vera maðurinn sem er að spyrja spurninganna í viðtali en það var mjög gaman að fá að heyra hann svara þeim í þetta skiptið. Hlustið og njótið! IG: @mattimar & @katavignis

#27 Matthías Már - Borðaði kjötbollur í öll málHlustað

30. nóv 2021