Fávitar Podcast

Fávitar Podcast

Lilja Guðmundsdóttir er ritari Samtaka um endómetríósu og óperusöngkona. Hún greindist með króníska, fjölkerfa sjúkdóminn endómetríósu (endó) fyrir þremur árum síðan en sjúkdómurinn getur valdið miklum sársauka og er algengari en mörg grunar. Talið er að 1 af hverjum 10 konum séu með hann. Meginmarkmið Samtaka um endómetríósu er að veita konum með endómetríósu og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu en í þættinum ræddum við Lilja það hvernig daglegt líf með endó væri, viðhorf almennings til sjúkdómsins, það hvernig heilbrigðiskerfið tekst á við hann og úrræði í boði.

Fávitar Podcast 5. þáttur - Lilja og Samtök um endómetríósuHlustað

05. apr 2020