Fjallakastið

Fjallakastið

Magnús Arturo Batista er sjúklega skemmtilegur snáði eins og hann myndi segja, hann er mjög metnaðrfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur og áhugi hans á fjallaskíðun og frískíðun er einstakur. Maggi spjallar við mig um fjallaskíði og fjallaskíðamennsku í þessum þætti, við förum yfir hans sögu, hvernig hann byrjaði í sportinu og hvaða leiðir hann hefur farið til að ná sér í frekari þekkingu og reynslu. Hann hefur meðal annars búið í Chamonix mekku skíða og klifur heimsins. Hann lenti þar í ýmsum ævintýrum og við fáum að heyra nokkrar skemmtilegar sögur af því. Mæli með að hlusta til enda og heyra söguna þegar Björn vinur hans lítur niður til hans í lóðréttum ísfossi þar sem Maggi var að hafa sig allan við að júmma sig upp til hans og segir "Maggi, þetta er það svalasta sem ég hefð séð á ævi minni". 

4. Magnús Arturo Batista - Spjall um fjallaskíðamennskuHlustað

11. des 2020