Fjallakastið

Fjallakastið

Í þessum tíunda þætti af Fjallakastinu, ræddi ég við þá Sigga Bjarna og Heimir um leiðangur þeirra á Everest. Við fáum að kynnast strákunum aðeins og heyra þeirra leið inní fjallamennskuna, hún er mjög ólík hjá þeim félögum og skemmtilega tilviljunar kennd að þeirra leiðir liggja saman. Þrátt fyrir stutt kynni ákvaðu þeir að fara saman í leiðangur, ekki bara stuttan og þægilegan, heldur alla leið á topp veraldar. Það kostaði skipulag og mikið samtal, sem og mikla fjárfestingu í bæðu tíma og pening. Skipulagið og undirbúningurinn skilaði þeim árangri að þeir stóðu á toppi veraldar og voru þar með 10. og 11. íslendingur til að standa á toppi Everest 8.849m. Ekki nóg með að þeir hafi komist á toppinn, þá gekk á ýmsu í leiðangrinum. Það eru ekki margir sem leggja af stað í leiðangur hvað þá á tímum heimsfaraldurs. Meiðsli og veikindi settu strik í reikninginn og fleira. Þrátt fyrir allt gekk leiðangurinn heilt yfir mjög vel og voru þeir að vonum mjög ánægðir með afrekið. Við ræðum mjög ítarlega um veru þeirra á fjallinu og líðan í gegnum leiðangurinn. Mæli með að hlusta!

10. Siggi Bjarni og Heimir - Everest 2021Hlustað

07. júl 2021