Vilborg Arna Gissurardóttir hefur meðal annars skíðað ein á suðurpólinn, klifið tindana 7, sem eru 7 hæstu tindar í öllum heimsálfum þar á meðal Everest, hæsta fjall heims 8.848 metrar. Saga hennar er ekki áfallalaus og reyndi hún við Everest tvisvar sinnum áður en hún loks komst á toppinn
Vilborg segir okkur frá upphafi sínu í Fjallamennsku og hvernig fjöllin og fjallamennskan hafa átt hug hennar og hjarta frá því að hún kleif fyrst Hvannadalshnjúk 22 ára gömul.
VIð fórum yfir hvernig er að vera kona í fjallamennsku og hvaða áskoranir geta fylgt því. Hvernig var að öðlast landsfrægð á stuttum tíma og vera að klifra hæstu fjöll heims fyrir framan alþjóð ef svo má að orði komast.
Vilborg býr nú í Slóveníu ásamt manninum sínum og er hún að takast á við nýjar áskoranir þar og endurhæfingu eftir meiðsl.