Fjallaspjallið

Fjallaspjallið

Gesturinn okkar að þessu sinni á sér magnaða sögu. Anna Svavarsdóttir er svo sannarlega brautryðjandi þar sem hún tyllir niður fæti. Hún byrjaði ferilinn sinn sem raft guide en endaði í fjallamennskunni fyrir slysni og varð í kjölfarið fyrsta íslenska konan til þess að klífa yfir 8000 metra er hún lagði á fjallið Cho Oyu árið 2003. Hún lét ekki þar við sitja heldur árið 2014 kleif hún fyrst Íslendinga áttunda hæsta fjall jarðar, Manaslu í annari tilraun. Hún hefur einnig verið að ryðja brautina í húsasmíðinni en hún er ein af fáum konum sem hefur meistarapróf í þeirri iðn. Hreint út sagt mögnuð frásögn. 

#7 Fjallaspjallið - Anna SvavarsHlustað

26. mar 2021