Fjölskyldan ehf.

Fjölskyldan ehf.

Systkinaerjur má sennilega finna á langflestum heimilum og halda ömmgurnar áfram að kryfja þau mál. Þær spurðu fylgjendur á samfélagsmiðlum hvernig málum væri háttað hjá þeim og fengu frábærar viðtökur.  Niðurstöðurnar komu ekki á óvart; langflest systkini rífast. Þær ræddu þá hvernig er hægt að bregðast við og hjálpa börnum sem lenda í þessum vanda. Þær mæla með nokkrum ráðum sem geta komið í veg fyrir stóra árekstra; halda röð, reglu og rútínu eftir fremsta megni, vanda okkur sem fyrirmyndir, vinna með átakasvæðin og álagstímana, veita athygli þegar vel gengur, gæta jafnræðis milli systkina, ákveða hvenær skal grípa inn í og hvenær ekki. Katla á frábær lokaorð að vanda.Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.comStyrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

Systkini rífast og hvað svo?Hlustað

31. jan 2021