Adeline Brynja þroskast og dafnar, æfir sig að grípa, spjalla og stýra umhverfinu sínu. Litla fjölskyldan tekst á við breytingar í svefnrútínu, eitthvað sem gæti flokkast undir 4 month sleepregression, sem er ansi algeng og tengist auknum þroska. Það eru eflaust fleiri að kljást við breytta svefnrútínu eftir fríið og finna vonandi að hversdagurinn er kærkominn með sinni rútínu og reglum. Ömmgurnar ræddu einnig verkaskiptingu inn á heimilinu og hvernig er hægt að komast hjá gremju þegar hún er annars vegar. Gremjan getur verið lúmsk og henni þarf að fylgjast vel með og reyna að komast hjá eftir fremsta megni. Samtöl og skýr verkaskipting hljóma kannski ekki mjög æsandi en geta gert kraftaverk á heimilum þar sem þarf að líta í mörg horn. Katla og Adeline Brynja deila lokaorðunum að þessu sinni. Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.comStyrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com