Ömmgurnar Móey Pála og Magga Pála taka veðrið í upphafi þáttar og Magga Pála ræðir hvernig lítil börn geta verið eins og barómetar eða loftþrýstingsmælar á veðurfar. Veðrið hefur vissulega áhrif á okkur öll og þá líka á samskipti okkar.Ömmgurnar ræða einmitt samskipti drengja og hvernig fullorðið fólk þjálfar samskipti ólíkt við stúlkur og drengi.Umræðan um drengjauppeldi heldur áfram af fullum krafti og í þetta sinn fær Magga Pála tilvonandi framkvæmdarstjóra Hjallastefnunnar Bóas Hallgrímsson til sín í spjall.Þau ræða kynjafyrirmyndir og mikilvægi þess að nánustu fyrirmyndir barna gangi í öll störf og sýni að kyn aftri engum í daglegum verkefnum.Bóas ræddi um tímabil þegar hann kenndi drengjum á miðstigi og hvernig samskipta- og samræðuþjálfun gekk þá vetur og hver gróðinn af því var fyrir drengina. Einnig ræddu þau ólíkt álag foreldra, ,,þriðju vaktina" og hver á heimilinu tekur hana. Katla velti fyrir sér hvers vegna drengir ræða minna um tilfinningar og deilir sinni dásamlegu sýn á leiki barna. Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.comStyrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com