Adeline Brynja lék sér á gólfinu þegar Móey Pála og Magga Pála spjalla í þætti vikunnar. Þær ræddu nýjustu fréttir af Adeline Brynju, sem er orðin 5 mánaða. Hún er vön úrvalsþjónustu enda mikið af fólki sem vill halda á henni og leika við hana. Hún er athugul og forvitin um umhverfið sitt og heldur áfram að æfa sig að borða graut. Í nýjustu skoðun kom í ljós að hún ,,fylgir kúrfu” en Móey passar sig að horfa ekki of stíft í það. Magga Pála segir svo frá því þegar hún vildi sálga eldri systur sinni þegar þær voru börn. Móey Pála kannast við systkinaerjur enda á hún 8 yngri systkini. Baráttan um ást, athygli og tíma mömmunnar er oft stór partur af erjum systkina. Í næsta þætti halda þær áfram með spjall um systkinaerjur og koma með góð ráð til að bæta úr. Luma hlustendur á sögum af systkinaerjum sem vilji er til að deila?Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.comStyrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com