Fjölskyldan ehf.

Fjölskyldan ehf.

Adeline Brynja tengist ömmu sinni Adeline sem er komin til landsins frá Bahamas og gleðst yfir fleiri leikfélögum. Hún tekur þroskastökk og er farin að bragða graut rétt tæplega 4 mánaða og er líka á leiðinni í sund í fyrsta skipti, það gerist margt í lífi lítillar stúlku. Ömmgurnar ræddu um jólasveinana, þeirra tilvist og trú barna. Börn á ákveðnum aldrei eiga það til að efast um tilvist sveinanna en Magga Pála bendir réttilega á að við höfum fæst séð útvarpsbylgjur, internet eða Guð. Við trúum þrátt fyrir það mörg á þetta allt saman. Jólaandinn er kannski það sem við ættum öll að einblína á að trúa á og halda í okkar barnslegu gleði. Með barnslegu gleðina að vopni getur nefninlega tíminn fram að jólum og um jólin verið svo dásamlega skemmtilegur. Útivist, sundferðir og leikir með börnum geta gert alla þessa samveru svo töfrandi og heilandi fyrir alla í fjölskyldunni. Umfram allt getur gott skipulag og verkaskipting bjargað dögum sem einkennast oft af mikilli bið og spennu. Gleðileg jól kæru fjölskyldur!Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.comStyrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

Trúir þú á jólasveina?Hlustað

20. des 2020