Myndir þú fara inni í búr og girðingar með dýrunum í dýragarði til að ná góðum ljósmyndum? Líklegast ekki. En þetta og meira til gerði hin ungverska Ylla (Camilla Koffler) sem sérhæfði sig í ljósmyndun dýra og hlaut verulega frægð sem slíkur ljósmyndari snemma á 20. öld. Meðan aðrir í faginu notuðu myndavélina til að berjast gegn ranglæti og kúgun fasista eða gerðust súríalistar þá notaði Ylla myndavélina til að færa sig eins langt inn í heim dýra og hún komst. Myndir hennar voru gæddar blíðu og húmor og bækur hennar seldust eins og heitar lummur. Hún lifði þó ekki nógu lengi til að njóta til fullnustu frægðar sinnar