Edith Tudor-Hart var ljósmyndari sem barðist fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Hún flúði frá heimalandi sínu, Austurríki þegar nasistar komust til valda og átti framtíðina fyrir sér sem ljósmyndari í Bretlandi. En líf þessarar konu var vægast sagt óvenjulegt og ljósmyndaferilinn fór hálfvegis í vaskinn því Edith lifði tvöföldu lífi og var um tíma elt á röndum af Bresku leyniþjónustunni. Í dag eru margir ákafir í að vita meira um æfi þessarar hugsjónakonu og verk hennar á sviði ljósmyndunar.
98) Fljúgum hærra - Edith Tudor-Hart. Ljósmyndarinn og njósnarinn