Fljúgum hærra

Fljúgum hærra

Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow unnu saman að því í þrjú sumur að ljósmynda veröld frístundaíbúa í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Lífið þar virðist hverfast um samveru og notalegheit í  sólríku umhverfi með garðálfum og blómum. Þessi paradís er horfin í dag,  því stuttu eftir að verkefninu lauk var öllum hjólhýsaeigindum tilkynnt að byggðin yrði aflögð. Í Þjóðminjasafni er nú sýning á þessu verki þeirra og fær sýningin að heita „Ef garðálfar gætu talað“ … og garðálfar fá alveg pláss í þessum þætti.

76) Fljúgum hærra - Þórdís, Sigríður og garðálfar á LaugarvatniHlustað

11. okt 2023