Flugucastið

Flugucastið

Halló Akureyri og aðrir kastarar. Í þessum þætti tökum við hús á Ella Steinari sem er fyrrum formaður SVAK og eigandi hinnar sívinsælu og góðu sölusíðu Veiðitorg.is. Elli, sem er sjávarútvegsfræðingur og sjálftitlaður letingi sem byrjaði sinn veiðiferil ekki fyrr en 25 ára, fer með okkur í gegnum veiðisögu sína og köfum við djúpt í bleikjur og bleikjuveiði. Hann ætti nú að vita eitt og annað um þau málefni því hann skrifaði mastersritgerð sína um að veiða og sleppa bleikjunni. Við förum einnig örlítið inn á laxeldið í opnum sjókvíum, Eyjafjarðará og auðvitað fær hundurinn Jójó aðeins að koma inn í þáttinn. Þannig þessi vika er spennandi fyrir ykkur. Njótið því við nutum og munið Veiðitorg.is

Flugucastið #32 - Íslenskar bleikjur og Erlendur SteinarHlustað

27. feb 2020